Fordæma samþykkt öldungadeildarinnar

Jamal Khashoggi.
Jamal Khashoggi. AFP

Sádi-Arabar hafa fordæmt samþykkt öldungadeildar Bandaríkjaþings um að binda endi á hernaðarstuðning Bandaríkjanna við hernað undir stjórn Sádi-Araba í Jemen. Jafnframt fordæmir utanríkisráðuneyti Sádi-Arabíu öldungadeildina fyrir að saka krónprins Sádi-Arabíu um að bera ábyrgð á morðinu á blaðamanninum Jamal Khashoggi.

Segir ráðuneytið samþykktir Bandaríkjaþings byggja á röngum ásökunum. Öldungadeildin samþykkti þetta á fimmtudag og eru samþykktirnar fremur táknrænar en nokkuð annað. Þrátt fyrir það eru þetta álitin vera varnarorð sem beint er að forseta Bandaríkjanna, Donald Trump, og eigi að sýna reiði þingheims í garð Sádi-Araba og framferðis þarlendra stjórnvalda.

Þetta kemur fram á vef BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert