Mælir gegn nýrri Brexit-atkvæðagreiðslu

AFP

Forsætisráðherra Bretlands, Theresa May, mun í dag mæla gegn því við breska þingið að gengið verði til kosninga að nýju um útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Samkvæmt upplýsingum sem birtar hafa verið úr fyrirhugaðri ræðu May í þinginu síðar í dag mun hún segja að ef boðað verði til annarrar þjóðaratkvæðagreiðslu muni draga verulega úr trúverðugleika bresku þjóðarinnar.

Önnur atkvæðagreiðsla mun valda óbætanlegri eyðileggingu á trúverðugleika breskra stjórnmála, segir hún en forsætisráðuneytið hefur birt úrdrátt úr ræðu hennar. Í sama streng tekur fyrrverandi utanríkisráðherra landsins, Boris Johnson, en hann var harður stuðningsmaður Brexit. 

Tveir fyrrverandi forsætisráðherrar, John Major og Tony Blair, eru aftur á móti meðal þeirra sem telja einu færu leiðina að ganga til atkvæða að nýju.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert