Dómsuppkvaðningu yfir Flynn frestað

Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trumps Bandaríkjaforseta.
Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trumps Bandaríkjaforseta. AFP

Dómsuppkvaðningu yfir Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Donalds Trump Bandaríkjaforseta, var frestað í dag í kjölfar þess að dómarinn í málinu, Emmet Sullivan, veitti honum val á milli þess að hljóta þungan fangelsisdóm strax eða að dómur yrði kveðinn upp síðar þegar rannsókn saksóknarans Roberts Mueller væri komin lengra á veg og Flynn hefði veitt rannsakendum frekari aðstoð í störfum þeirra. Sagði Sullivan Flynn hafa hegðað sér eins og föðurlandssvikari.

Fram kemur í frétt AFP að Mueller, sem rannsakar meint tengsl á milli forsetaframboðs Trumps og stjórnvalda í Rússlandi, hafi lagt til að Flynn yrði ekki dæmdur í fangelsi, fyrir að segja rannsakendum bandarísku alríkislögreglunnar FBI ósátt um tengsl hans við rússneska ráðamenn, vegna samvinnu hans við rannsakendur málsins. Verjendur Flynn óskuðu eftir frestun málsins. 

mbl.is
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
Skurðarskífur
Eigum til góðar skurðarskífur 125mm*1mm, gott verð 120 kr stk með vsk. Uppl 77...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is...