Meintur morðingi í haldi

Frá þeim slóðum þar sem konurnar voru myrtar í gær.
Frá þeim slóðum þar sem konurnar voru myrtar í gær. AFP

Marokkóska lögreglan hefur handtekið mann sem er grunaður um að hafa myrt tvær skandinavískar konur í Atlasfjöllunum í gær. Annars manns er einnig leitað í tengslum við morðin. Þetta kemur fram í tilkynningu frá innanríkisráðuneyti Marokkó. 

Sá sem er í haldi var handtekinn í Marrakesh, sem er um 60 km norður af Imil. Lík kvennanna fundust í þorpi skammt frá Imil en þaðan leggja flestir af stað í gönguna á Toukbal, hæsta fjall Norður-Afríku.

Konurnar, sem báðar voru á þrítugsaldri, voru saman í námi í Noregi en að sögn móður annarrar þeirra hafði dóttir hennar, Louisa Vesterager Jespersen, 24 ára, verið skorin á háls. Jespersen var í leiðsögumannanámi í Noregi.

Mæður þeirra hafa báðar staðfest andlát dætra sinna við fjölmiðla. Irene Ueland, móðir norsku konunnar, Maren Ueland, segir í samtali við NRK að dóttir hennar hafi verið mjög varfærin og það sama hafi verið með ferðalagið til Marokkó. Irene var 28 ára gömul og er frá Bryne. Þær Jespersen voru á bakpokaferðalagi um Marokkó og ætluðu að dvelja þar um jólin.

Að sögn rektors háskólans í Sørøst-Norge, sem er í Bø, Petter Aasen, voru þær nemendur við skólann og ætluðu að vera mánuð á ferðalagi í Marokkó. Lík þeirra fundust í gærmorgun. Það síðasta sem móður Ueland heyrði frá dóttur sinni var sunnudaginn 9. desember en þá gekk allt vel. Hún átti ekk von á því að vera í farsímasambandi næstu daga á eftir.   

NRK

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert