Trump rumskar

AFP

Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, hefur farið mikinn á Twitter undanfarna klukkustund þar sem hann tjáir sig um ýmis málefni. Svo sem Facebook, Twitter og Google og um hlutdrægni í garð demókrata. Segir hann miðlana svo hlutdræga að það sé fáránlegt. Twitter hafi í rauninni gert allt til þess að gera fólki erfiðara um vik með að fylgja Twitter-aðgangi forsetans, .

Stjórnendur Twitter hafi fjarlægt fjölmarga fylgjendur og hægt á allri umferð um síðu Trumps, segir Donald Trump á Twitter. 

Hann óskar Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa sínum, góðs gengis í dómssalnum í dag og segir að það verði spennandi að sjá hvað Flynn hafi að segja. Flynn hafi verið beittur gríðarlegum þrýstingi af hálfu sérstaks saksóknara í málefnum Rússa. Segir Trump að um engin afskipti hafi verið að ræða í forsetakosningunum 2016. Þetta sé ekkert annað en pólitískur áróður.

Trump segist vonast til þess að peningamálastefnunefnd Seðlabanka Bandaríkjanna lesi leiðara Wall Street Journal í dag áður en hún geri frekari mistök. 

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert