Handtökuskipun á hendur Mugabe

Robert Mugabe og eiginkona hans, Grace Mugabe.
Robert Mugabe og eiginkona hans, Grace Mugabe. AFP

Ríkissaksóknari Suður-Afríku hefur gefið út handtökuskipun á hendur fyrrverandi forsetafrú Simbabve, Grace Mugabe, en hún er sökuð um að hafa ráðist á fyrirsætu þar í landi árið 2017. Þetta er gert í kjölfar þess að hún var svipt friðhelgi diplómata fyrr á árinu. 

Suðurafríska ríkisstjórnin var harðlega gagnrýnd á sínum tíma fyrir að heimila Mugabe að yfirgefa landið eftir árásina. Gabriella Engels kærði Mugabe fyrir að berja sig til óbóta með rafmagnssnúru á hótelherbergi í Jóhannesarborg.

Mugabe sagði á sínum tíma að um sjálfsvörn hafi verið að ræða þar sem fyrirsætan hefði ráðist á hana í herbergi sona Mugabe.

Frétt BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert