Flugumferð um Gatwick aftur stöðvuð

Farþegar á Gatwick-flugvelli.
Farþegar á Gatwick-flugvelli. AFP

Öll flugumferð um Gatwick-flugvöll í London er aftur stopp eftir að grunur leikur á að sést hafi til dróna á sveimi yfir flugvallarsvæðinu.

Flugvöllurinn opnaði í morgun eftir að öll flugumferð um hann hafði legið niður í meira en sólarhring vegna dróna sem ógnaði og truflaði flugumferð um flugvöllinn.

Talsmaður flugvallarins sagði að tilkynning hefði borist vegna dróna klukkan 17.10 Hann sagði enn fremur að það væri verið að rannsaka hvort annar dróni væri nú á sveimi yfir flugvallarsvæðinu. Vegna þess hefði verið tekin ákvörðun um að fella niður öll flug um stundarsakir.

Flugvélar hafa flogið í hringi fyrir ofan flugvöllinn nú síðdegis vegna þess að þær geta ekki lent.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert