Lýsti yfir stuðningi við Ríki íslams

Cherif Chekatt lýsti yfir stuðningi við Ríki íslams í myndskeiði …
Cherif Chekatt lýsti yfir stuðningi við Ríki íslams í myndskeiði áður en hann framdi árás á jólamarkaði í Strassborg fyrr í mánuðinum. Ljósmynd/Franska lögreglan

Árásarmaðurinn sem skaut fimm manns til bana á jólamarkaði í Strassborg um miðjan mánuðinn lýsti yfir stuðningi við Ríki íslams í myndskeiði áður en hann framdi árásina.

Myndskeiðið fannst á USB-lykli sem var í eigu Chekatt. Hann var felld­ur af lög­reglu tveimur dögum eftir árásina en hann hafði þá verið á flótta frá því hann framdi ódæðis­verkið.

Liðsmenn Ríkis íslams lýstu því yfir eftir árásina að Chekatt væri „einn af hermönnum þeirra“ en Christophe Castaner, innanríkisráðherra Frakklands, lýsti yfir efasemdum þess efnis.

Chekatt, sem var 29 ára, hafði ít­rekað verið dæmd­ur fyr­ir glæpi og segja fjöl­miðlar að hann hafi öfga­væðst inn­an veggja fang­els­is­ins. Fimm létust í árásinni og ellefu særðust.

Fólk kom saman í miðborg Strassborgar og minntist fórnarlambanna. Fimmta …
Fólk kom saman í miðborg Strassborgar og minntist fórnarlambanna. Fimmta fórnarlambið lést á sunnudag, fimm dögum eftir að árásin var framin. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina