Harmar ákvörðun Trump

Donald Trump og Emmanuel Macron.
Donald Trump og Emmanuel Macron. AFP

Emmanuel Macron Frakklandsforseti segir að þjóðir verði að geta treyst bandamönnum sínum. Hann harmar ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta sem tilkynnti í lok síðustu viku að hann ætlaði að kalla allt bandarískt herlið heim frá Sýrlandi.

„Það verður að vera hægt að treysta á bandamenn sína,“ sagði Macron en samkvæmt frétt BBC hringdi hann í Trump til að ráðleggja honum frá áætluninni.

Bandaríkjastjórn segir að tekist hafi að ráða niðurlögum Ríkis íslams en bandamenn þeirra og ýmsir bandarískir stjórnmálamenn efast stórlega um það.

Brett McG­urk, sér­fræðing­ur banda­rískra stjórn­valda í mál­efn­um Rík­is íslams, sagði í gær upp störf­um í kjöl­far ákvörðunar Trump um að draga allt bandarískt herlið frá Sýrlandi. 

Bandaríski herinn hefur átt herlið í Sýrlandi síðan 2015 en nú eru þar 2.000 hermenn sem verða sendir heim á leið.

Macron hrósaði Jim Mattis, fyrrverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sem sagði af sér á fimmtudag. Mattis sagði að „mikið verk væri óunnið í Sýrlandi.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert