Á meira en 40.000 jólasveina

Raymond Walsøe Tetlie safnstjóri, til vinstri, ásamt Trygve Slagsvold Vedum, ...
Raymond Walsøe Tetlie safnstjóri, til vinstri, ásamt Trygve Slagsvold Vedum, formanni norska Miðflokksins, sem leit í heimsókn til hans nýlega. Ljósmynd/Úr einkasafni

„Ég var fjögurra ára gamall þegar ég byrjaði að safna og hef þetta áhugamál frá móður minni, húsið okkar heima í Lofoten var yfirskreytt hver jól,“ segir Raymond Walsøe Tetlie í samtali við mbl.is en hann býr nú í Mehamn, einu af nyrstu byggðarlögum Noregs sem er á sjöunda hundrað kílómetra norðan heimskautsbaugs miðað við loftlínu, í fylkinu Finnmörku.

Í Mehamn eru íbúarnir aðeins um 800 en íbúarnir á jólasveinasafni Tetlie, Nissehuset eins og hann kallar það eftir norska orðinu yfir jólasvein, julenisse, eru hins vegar yfir 40.000.

Hluti safnkostsins sem að sögn eigandans telur yfir 40.000 jólasveina ...
Hluti safnkostsins sem að sögn eigandans telur yfir 40.000 jólasveina og mun vera stærsta jólasveinasafn veraldar í einkaeigu. Ljósmynd/Úr einkasafni

Tetlie segir staðsetninguna upplagða, rétt við hlið bryggjunnar sem ferjan Hurtigruten leggst að en í Mehamn er nyrsti áfangastaður þeirra ferjusiglinga í Noregi.

„Þetta er stærsta jólasveinasafnið í einkaeigu í heiminum með milli 40 og 50.000 safngripi,“ útskýrir Tetlie stoltur og blaðamaður veltir því fyrir sér hvort stærri söfn jólasveina finnist yfirleitt í heiminum, í einkaeigu eður ei.

Næturgisting, nuddpottur og bar

Tetlie rekur margháttaða starfsemi í kringum jólasveinasafnið en í Nissehuset, sem ef til vill mætti kalla Sveinkasafnið á íslensku, geta gestir, sem komnir eru um langan veg að berja sveinana augum, fengið næturgistingu auk þess sem safnstjórinn heldur úti bar með aðgangi að nuddpotti svo líklega má slaka þokkalega á hjá gestgjafanum í einu af nyrstu byggðarlögum heims.

„Sveinkasafnið“ eða Nissehuset, jólasveinasafn langt norðan heimskautsbaugs með gistingu, bar ...
„Sveinkasafnið“ eða Nissehuset, jólasveinasafn langt norðan heimskautsbaugs með gistingu, bar og nuddpotti. Ljósmynd/Úr einkasafni

Tetlie segist ekki geta gefið út neina gestatölfræði að ráði þar sem safnið sé algjörlega nýtt af nálinni, hann opnaði fyrir hálfu ári. Þó hafa góðir gestir þegar skotið upp kollinum þegar Trygve Slagsvold Vedum, formaður norska Miðflokksins, leit í heimsókn til jólasveinasafnarans fyrir tæpum tveimur mánuðum.

„Viltu svo senda mér viðtalið, ég á nefnilega svo marga íslenska vini hérna,“ segir maðurinn sem á stærsta jólasveinasafn heims í einkaeigu að skilnaði og biður fyrir gleðileg jól.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fasteignir
Leitar þú að fasteignasala? Ég sel fyrir þig. Vertu í sambandi. Sigrún Ma...
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 24000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...
Barnakerra
Til sölu Emmaljunga barnakerra. (Kerruvagn) Vel með farinn. Tilboð óskast...Sím...
www.flutningur.is 5753000 sendibilastöð
Sendibílaþjónusta. Kranabíll. Pianoflutningar. Gámaflutningar og gámaleiga. Kri...