Lagið við Heims um ból 200 ára

Ungir sem aldnir þekkja lagið Heims um ból.
Ungir sem aldnir þekkja lagið Heims um ból. mbl.is/Eggert

Lagið sem Íslendingar þekkja sem Heims um ból fagnar um þessar mundir 200 ára afmæli. Lagið, sem er eitt vinsælasta jólalag allra tíma, var fyrst sungið á þýsku á aðfangadagskvöld í austurríska bænum Oberndorf bei Salzburg.

Fjallað er um þetta á vef BBC.

Fram kemur á vef Wikipedia, að Heims um ból sé frumortur jólasálmur eftir Sveinbjörn Egilsson. Heims um ból sé þó oftast sunginn við sama lag og hið fræga jólakvæði Stille Nacht! Heilige Nacht!, eftir Franz Xaver Gruber, og því hefur sá misskilningur komið upp að Heims um ból sé þýðing, en svo er ekki. Upphaflegi þýski textinn er eftir Joseph Mohr. 

Lagið komst á heimsminjaskrá UNESCO árið 2011. Gríðarlegur fjöldi listamanna hefur tekið upp og gefið út lagið á ýmsum tungumálum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert