Sádar borgi enduruppbyggingu Sýrlands

Tæp vika er liðin síðan Trump tilkynnti að draga ætti …
Tæp vika er liðin síðan Trump tilkynnti að draga ætti allt herlið Bandaríkjanna frá Sýrlandi. AFP

„Er ekki ágætt þegar stórkostlega efnuð ríki hjálpa til við endurbyggingu nágranna sinna, fremur en Bandaríkin sem eru í 5.000 mílna fjarlægð?“

Donald Trump greindi frá því á Twitter í gær að Sádi-Arabía hefði fallist á að eyða nauðsynlegum fjármunum til þess að hjálpa til við enduruppbyggingu Sýrlands og þakkar þeim fyrir.

Tæp vika er liðin síðan Trump tilkynnti að draga ætti allt herlið Bandaríkjanna frá Sýrlandi, þar sem hann hefur verið síðan 2015.

Ákvörðun forsetans er afar umdeild og hafa bæði varnarmálaráðherra landsins sem og sérfræðingur bandarískra stjórnvalda í málefnum Ríkis íslams sagt upp störfum í kjölfar hennar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert