Ginsburg útskrifuð af spítala

Ruth Bader Gins­burg, dómari við Hæstarétt Bandaríkjanna.
Ruth Bader Gins­burg, dómari við Hæstarétt Bandaríkjanna. AFP

Hæsta­rétt­ar­dóm­ar­inn Ruth Bader Gins­burg hefur verið útskrifuð af spítala í New York en hún gekkst und­ir aðgerð í síðustu viku til að fjar­lægja tvo krabba­meins­hnúða úr lunga. Ekki er talið að hún þurfi á frek­ari meðferð að halda.

„Ginsburg var útskrifuð af spítalanum í gær og er hún komin heim þar sem hún mun hvílast og endurheimta fyrri styrk,“ segir í tilkynningu frá Hæstarétti Bandaríkjanna.

Upp komst um meinið þegar Gins­burg, sem er 85 ára, braut þrjú rif­bein þegar hún féll á skrif­stofu sinni í byrj­un nóv­em­ber.

Ginsburg hefur áður gengist undir aðgerðir vegna ristilkrabbameins og krabbameins í brisi. Þá sneri hún til vinnu þrem­ur vik­um eft­ir að meinið var skorið í burtu.

Gins­burg var skipuð í Hæsta­rétt Banda­ríkj­anna árið 1993 og er elsti dóm­ar­inn við rétt­inn. Hún er í hópi frjáls­lynd­ari dóm­ara við Hæsta­rétt Banda­ríkj­anna en Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti hef­ur þegar náð að skipa tvo íhalds­sama dóm­ara í Hæsta­rétt­inn. Stuðningsmenn hennar óttast að sæti hennar verði skipað íhaldssömum dómara ef hún þarf að vera meira frá af heilsufarsástæðum.

Frétt BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert