Fann ref sofandi á örbylgjuofninum

Refurinn opnaði annað augað þegar stelpan kom inn í eldhúsið ...
Refurinn opnaði annað augað þegar stelpan kom inn í eldhúsið en hreyfði sig ekki. Ljósmynd/RSPCA

Refur fannst sofandi á örbylgjuofni í húsi í suðvesturhluta Lundúna. Rebbi hafði notað kattalúguna til að komast inn og mölvaði nokkra blómapotta áður en hann bjó sig til svefns í eldhúsinu.

BBC segir húseigandann Kim Fryer, hafa haft samband við bresku dýraverndarsamtökin RSPCA, eftir að dóttir hennar fann refinn í eldhúsinu snemma morguns í desember.

Hún segist hafa áttað sig á ekki var alveg í lagi með refinn. Honum var engu að síður sleppt aftur eftir að dýralæknir var búin að skoða hann.

„Hún kveikti ljósið og hann opnaði annað augað en hreyfði sig ekki,“ segir Fryer sem á fimm ketti og hund. „Nokkrar pottaplöntur voru þá ónýtar og það var mold út um allt.“

Farið var með refinn á dýraspítalann í Putney og hefur BBC eftir talsmanni spítalans að það hafi verið í góðu lagi með hann. „Sem betur fer var hann heilbrigður og með fallegan þéttan feld, þannig að eftir heilsufarsskoðun sleppti einn starfsmanna spítalans honum á ný á svæðinu þar sem hann fannst. Gangi honum vel!“

mbl.is
KERRUR _ KERRUR _ KERRUR
Þessar sterku Þýsku frá ANSSEMS & HULCO, til afgreiðslu strax, sjá myndir m.a. í...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
Tæki fyrir skógræktina
Framundan er grisjun. Öflugir vökvastýrðir kurlarar, viðarkljúfar, stubbafræsar...
PL Crystal Line, heitustu úrin í Paris
Pierre Lannier Crystal Line dömuúrin með SWAROVSKI kristals skífu eru falleg jól...