Uppreisnarmenn yfirgefa Hodeida

Börn að leik í Jemen.
Börn að leik í Jemen. AFP

Uppreisnarmenn í Jemen eru byrjaðir að draga herlið sitt frá hafnarborginni Hodeida. Þangað koma nánast öll matvæli og neyðaraðstoð til landsins.

Fyrr í þessu mánuði komust ríkisstjórn Jemen og uppreisnarmenn úr röðum húta að samkomulagi um vopnahlé í borginni eftir samningafund í Svíþjóð.

Staðan í Jemen er skelfi­leg og telja Sam­einuðu þjóðirn­ar að hvergi í heim­in­um sé neyðin jafn mik­il. Ótt­ast er að hung­urs­neyð blasi við 14 millj­ón­um Jemena.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert