Kjörstaðir opnaðir í Austur-Kongó

Joseph Kabila, forseti Austur-Kongó á kjörstað.
Joseph Kabila, forseti Austur-Kongó á kjörstað. AFP

Kjörstaðir opnuðu í Austur-Kongó í morgun. Milljónir manna munu kjósa arftaka forsetans Joseph Kablia, sem lætur af störfum tveimur árum eftir að kjörtímabili hans lauk.

Óttast er að ofbeldi muni skyggja á kosningarnar í dag en hátt í 40 milljónir manna eru á kjörskrá. Sérfræðingar telja miklar líkur á átökum í landinu í kringum kosningarnar, líkt og verið hefur síðan Austur-Kongó öðlaðist sjálfstæði frá Belgíu árið 1960.

Kabila hefur verið völd frá árinu 2001 en samkvæmt stjórnarskránni má hann ekki bjóða sig aftur fram. Hin tveggja ára töf sem hefur orðið á kosningunum hefur valdið blóðugum átökum í landinu.

Forsetaframbjóðandinn Martin Fayulu á kjörstað.
Forsetaframbjóðandinn Martin Fayulu á kjörstað. AFP

Sameinuðu þjóðirnar, Bandaríkin og ríki Evrópu hafa óskað eftir því að kosningarnar verði frjálsar, sanngjarnar og friðsamlegar. Hið sama hafa forsetar nágrannaríkjanna Angola, Botswana, Namibíu, Zambíu og Lýðveldisins Kongó gert.

Kosið verður um 21 frambjóðanda en þrír eru taldir líklegastir til sigurs, eða þeir Emannuel Ramazani Shadary, fyrrverandi innanríksiráðherra landsins, Martin Fayulu, fyrrverandi forstjóri olíufyrirtækis, og Felix Tshisekedi Tshilombo, sonur látins leiðtoga stjórnarandstöðunnar.

Forsetaframbjóðandinn Emmanuel Ramazani Shadary.
Forsetaframbjóðandinn Emmanuel Ramazani Shadary. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert