Biðjast afsökunar á forsíðunni

Emmanuel Macron, forseti Frakklands.
Emmanuel Macron, forseti Frakklands. AFP

Franska vikublaðið Le Monde baðst í dag afsökunar á umdeildri forsíðu síðasta tölublaðs síns sem skartaði mynd af Emmanuel Macron, forseta Frakklands, sem ýmsum lesendum blaðsins töldu minna á áróðursmyndir þýskra nasista á sínum tíma.

Fram kemur í frétt AFP að Le Monde hafi verið harðlega gagnrýnt fyrir forsíðuna á netinu og af þingmönnum í flokki Macrons. Þykir myndin minna á áróðursmyndir af Adolf Hitler, leiðtoga þýskra nasista. 

Ritstjóri Le Monde, Jerome Fenoglio, sagði hugmyndina hafa verið sótta í rússneska hugsmíðahyggju frá fyrri hluta 20. aldarinnar en ekki til þýskra nasista. Hann sagði hins vegar að óskynsamlegt hefði verið að samþykkja forsíðuna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert