Verði að horfast í augu við veruleikann

Emmanuel Macron Frakklandsforseti flytur áramótaávarp sitt í kvöld.
Emmanuel Macron Frakklandsforseti flytur áramótaávarp sitt í kvöld. AFP

Frönsk stjórnvöld geta gert meira til þess að bæta líf almennra borgara í Frakklandi, sagði Emmanuel Macron Frakklandsforseti í áramótaávarpi sínu í kvöld í kjölfar ítrekaðra fjöldamótmæla í landinu undanfarnar vikur undir formerkjum gulu vestanna.

„Við getum gert betur og verðum að gera betur,“ sagði Macron í ávarpinu sem sjónvarpað var frá forsetahöllinni. Hins vegar hvatti hann Frakka til þess að horfast í augu við raunveruleikann. Aukin ríkisútgjöld væru ekki svarið við efnahagserfiðleikum landsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert