Fer fram á dauðarefsingu

Jamal Khashoggi.
Jamal Khashoggi. AFP

Ríkissaksóknari í Sádi-Arabíu fer fram á dauðarefsingu yfir fimm af þeim ellefu sem ákærðir eru fyrir morðið á blaðamanninum Jamal Khashoggi. Réttarhöld í málinu hófust í Ríad í morgun.

Samkvæmt frétt AFP voru allir sakborningarnir viðstaddir réttarhöldin í morgun.

Khashoggi, sem var pistla­höf­und­ur fyr­ir Washingt­on Post, var myrtur á ræðismannsskrifstofu Sádi-Arabíu í Istanbúl í Tyrklandi 2. október.

Yfirvöld í Tyrklandi telja að drápssveit hafi verið send til Istanbúl til að ráða Khashoggi af dögum og hefur Erdogan Tyrklandsforseti sagt að fyrirskipun um morðið hafi komið frá æðstu röðum stjórn­valda í Sádi-Ar­ab­íu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert