Fulltrúadeildin samþykkti fjárlög

Fulltrúadeild Bandaríkjaþings kom saman á fyrsta fundi nýs þings í …
Fulltrúadeild Bandaríkjaþings kom saman á fyrsta fundi nýs þings í nótt. AFP

Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti í nótt fjárlagafrumvarp þegar þingið kom saman í fyrsta sinn eftir að demókratar tóku formlega við stjórn í deildinni. Yfirgnæfandi líkur eru þó á því að frumvarpið verði ekki samþykkt í öldungadeildinni eða að Donald Trump Bandaríkjaforseti muni beita neitunarvaldi, komist frumvarpið í gegnum öldungadeildina.

Trump hefur fullyrt að hann muni ekki samþykkja fjárlög nema þar sé kveðið á um fjármögnun landamæramúrs við Mexíkó. Ekkert slíkt er að finna í fjárlögunum og því verður að teljast líklegt að frumvarpið komist ekki lengra og að um fjórðungur ríkisstofnana verði áfram lokaður, en lokunin hefur staðið yfir í tvær vikur.

Lokunin hefur áhrif á um 800.0000 starfs­menn rík­is­ins, en fjöldi starfs­manna fær ekki greidd laun og stofn­an­ir fá ekki fjár­magn meðan á lok­un­inni stend­ur

Nancy Pelosi, sem tók við starfi þingforseta í fulltrúadeildinni í gær, segir að ekki komi til greina að koma til móts við kröfur Trumps um fjármögnun landamæramúrs í fjárlögum þingsins.

Nancy Pelosi, þingforseti fulltrúadeildarinnar.
Nancy Pelosi, þingforseti fulltrúadeildarinnar. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert