Níræður féll á lyfjaprófi eftir hjólreiðamót

Carl Grove verður sviptur verðlaunum sínum.
Carl Grove verður sviptur verðlaunum sínum. Ljósmynd/Twitter

Níræður hjólreiðamaður hefur hlotið formlega viðvörun frá Bandaríska lyfjaeftirlitinu (USADA) eftir að efni á bannlista fundust í þvagprufu sem hann skilaði eftir að hafa unnið til verðlauna á hjólreiðamóti.

BBC greinir frá.

Carl Grove vann til verðlauna á bandaríska hjólreiðamótinu US Masters Track National Championships í flokki karla á aldrinum 90 til 94 ára í júlí síðastliðnum.

Eftir mótið skilaði hann þvagsýni til lyfjaeftirlitsins og rannsókn leiddi í ljós að í sýninu reyndust vera leifar af ólöglega efninu epitrenbolone.

Grove verður sviptur verðlaununum vegna brots á reglum um lyfjanotkun segir talsmaður USADA. Grove neitar að hafa vísvitandi neytt ólöglegra efna og hefur lagt fram gögn sem eiga að sýna að hann hafi borða „mengað“ kjöt kvöldið fyrir keppni sem líklega hafi orðið til þess að efnið fannst í þvagi hans.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert