Bandarískir vígamenn handteknir

Hermenn Sýrlensku lýðræðissveitirnar (SDF).
Hermenn Sýrlensku lýðræðissveitirnar (SDF). AFP

Hersveitir undir stjórn Kúrda sem berjast við hersveitir Ríkis íslams í austurhluta Sýrlands segjast hafa tekið fimm útlenda vígamenn til fanga. Þar á meðal tvo bandaríska ríkisborgara.

Bandaríkjamennirnir ásamt tveimur Pakistönum og Íra voru hluti af hóp sem var að undirbúa árás á almenna borgara sem voru á flótta undan yfirráðum Ríkis íslams, segir í tilkynningu frá Sýrlensku lýðræðissveitinni (SDF).

SDF hefur barist að undanförnu við Ríki íslams skammt frá landamærum Írak en bandaríski herinn hefur stutt við bakið á þeim bæði í loft- og landhernaði. Vígamennirnir voru fangaðir 30. desember. 

Vígamennirnir heita Abed al-Azem Rajhoud og Fadel al-Rahman, sem eru báðir frá Pakistan, Warren Christopher Clark, sem er bandarískur, Alexandr Ruzmatovich Bekmirzaev, sem er írskur, og Bandaríkjamaðurinn Zaid Abed al-Hamid.

mbl.is