Grípa til aðgerða gegn mótmælendum

Franskar konur mótmæla í gulum vestum.
Franskar konur mótmæla í gulum vestum. AFP

Edouard Philippe, forsætisráðherra Frakklands, hefur greint frá áformum stjórnvalda um að banna þátttöku almennings í mótmælum sem ekki hefur verið gefið leyfi fyrir.  

Mótmælendur í gulum vestum hafa gert frönskum stjórnvöldum lífið leitt undanfarnar sjö vikur. Átök hafa átt sér stað í París og öðrum frönskum borgum.

Philippe sagði að ríkisstjórn landsins ætli að kynna til sögunnar „ný lög sem refsa þeim sem virða ekki þau skilyrði sem eru til staðar vegna mótmæla, þeim sem taka þátt í óleyfilegum mótmælum og þeim sem mæta í mótmælagöngur með andlitsgrímur“.

Einnig ætla stjórnvöld að banna þekktum „vandræðagemlingum“ að taka þátt í mótmælum rétt eins og fótboltabullum hefur verið bannað að mæta á leiki.

Edouard Philippe, forsætisráðherra Frakklands.
Edouard Philippe, forsætisráðherra Frakklands. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert