Illgjarnar marglyttur herja á strandgesti

Afar illgjarnar en um leið eitraðar marglyttur hafa gert mörgum strandgestum í Ástralíu gramt í geði undanfarna daga en þúsundir hafa þurft að leita sér læknisaðstoðar vegna brunasára af þeirra völdum. Árásir marglyttnanna hafa valdið því að loka hefur þurft nokkrum ströndum í Queensland. Þar á bæ tala íbúar um innrás en alls hafa 3.595 einstaklingar leitað læknishjálpar eftir að hafa komist í nána snertingu við marglytturnar sem eru af tegundinni portúgalska herskipið (Physalia physalis á latínu en Portuguese man o' war á ensku).

Þegar hefur fjórum stórum baðströndum verið lokað og er varað við því að væntanlega þurfi að loka fleirum þar sem fleiri marglyttur eru á leiðinni. 

Sjá nánar hér

Marglytta af gerðinni portúgalska herskipið.
Marglytta af gerðinni portúgalska herskipið. Wikipedia
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert