Spacey formlega ákærður

Leikarinn Kevin Spacey var í dag formlega ákærður fyrir kynferðisbrot gagnvart unglingspilti í Nantucket í Massachusetts árið 2016.

Spacey var ekki beðinn um að svara ákæruatriðum á meðan hann var staddur í dómsal en að sögn bandarískra fjölmiðla lýsti lögmaður hans yfir sakleysi leikarans fyrir hönd hans.

Næst verður réttað í málinu 4. mars og þarf Spacey ekki að vera viðstaddur.

Dómarinn varð við óskum saksóknara um að Spacey héldi sig fjarri hinu meinta fórnarlambi og ætti hvorki samskipti við piltinn né fjölskyldu hans.

Spacey hafði óskað eftir því að lögmenn hans mættu í dómsalinn í hans stað en dómarinn hafnaði þeirri beiðni.

Leikarinn hefur verið ásakaður um fjölda kynferðisbrota en hann hefur aðeins verið ákærður í þessu eina máli. Hann á yfir höfði sér fimm ára fangelsi ef hann verður fundinn sekur um hafa ítrekað farið með hönd sína ofan í buxur William Little sem var 18 ára þegar meint brot átti sér stað á veitingastað í Nantucket.

Leikarinn Kevin Spacey í febrúar 2016.
Leikarinn Kevin Spacey í febrúar 2016. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert