Tekinn af lífi fyrir hnífaárás

AFP

Bóndi sem réðst á og slasaði nokkur börn á leikskóla í Kína fyrir tveimur árum var tekinn af lífi á föstudag. Kínverska ríkisfréttastofan greinir frá þessu í dag.

Yan Pengan var tekinn af lífi fyrir að hafa sært tólf börn, þar af fjögur alvarlega, í árás á leikskóla í Guangxi Zhuang-héraði í janúar 2017, samkvæmt frétt Xinhua. Yan beitti eldhúshnífi í árásinni en kennara við leikskólann tókst að stöðva árásina og óska eftir aðstoð lögreglu. Yan flúði af vettvangi en gaf sig síðar fram við lögreglu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert