Trú sagt ruglað saman við vísindi

Albert Einstein nýtur ekki sannmælis vissra indverska vísindamanna. Það líst …
Albert Einstein nýtur ekki sannmælis vissra indverska vísindamanna. Það líst mönnum ekki á.

Vísindamenn fóru í kerfi á ráðstefnu á Indlandi um helgina er indverskir vísindamenn höfðu uppi orðræðu fulllitaða af kennisetningum trúarbragða, að sumra mati. Skipuleggjendur ráðstefnunnar ávíttu vísindamennina fyrir óvarleg og óvísindaleg ummæli.

Einn indverskur vísindamaður frá háskóla í Tamil Nadu-fylki kvað hafa borið brigður á kenningar Alberts Einstein og Isaac Newton. Rektor eins háskóla á Suður-Indlandi útskýrði þá fyrir gestum hvernig stofnfrumurannsóknir ættu rætur að rekja til fornra hindúa og vísaði til stuðnings máli sínu í trúarrit.

Guardian segir meðal annarra frá þessu.

Haft er eftir dr. KJ Krishnan, þeim sem tjáði sig um Einstein, að aðdráttaraflið sjálft ætti öllu heldur að vera nefnt „Narendra Modi Waves“, í höfuðið á forsætisráðherra Indverja. Jafnframt sagði Krishnan að Newton hefði misskilið ýmislegt við aðdráttaraflið og að kenningar Newton væru á heildina litið misleiðandi.

Þetta var 106. vísindaráðstefnan á vegum stofnunarinnar, Hins indverska vísindaráðs. Það vakti hörð viðbrögð meðal gesta hversu frjálslega þessir menn fóru með trúarlegar vísanir, nokkuð, sem flestum þykir ekki eiga erindi í vísindalega orðræðu.

Þá minnist hið vestræna blað Guardian á að Indverjar eigi langa sögu af því að rengja vestrænar vísindakenningar, nokkuð sem öllu jöfnu leggst ekki vel í Vesturlandabúa að Austurlandabúar taki upp á.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert