Fleiri banna siði múslima og gyðinga

Samkvæmt íslenskum lögum verður að rota dýr áður en þau …
Samkvæmt íslenskum lögum verður að rota dýr áður en þau eru deydd. Slík lög stangast þó á við trúarbrögð sumra. Skapti Hallgrímsson

Í sífellt fleiri löndum er lagt bann við aðferðum gyðinga og múslima við að slátra nautgripum. Nú síðast voru samþykkt lög í Belgíu, sem kveða á um að rota verði dýr áður en þeim er slátrað. Þar býr hálf milljón múslima og um 30.000 gyðingar.

Slík bönn hafa verið lögð á víðar en það sem er óvenjulegt í þessu tilfelli er fjöldinn, því 5% Belga eru múslimar. Þetta er stærri hópur en venjulega. Talsmenn gyðinga gagnrýna lögin harðlega og segja þau valda „alvarlegustu krísu síðan í seinni heimsstyrjöld“.

„Þetta er sorgardagur fyrir gyðinga í Evrópu og sorgardagur fyrir trúfrelsi almennt,“ er haft eftir Pinchas Goldschmidt, formanni evrópskra rabbínasamtaka, í spænska dagblaðinu El País.

Ritningar þessara trúarhópa gera kröfu um að ekki megi svipta dýrin meðvitund áður en þeim er slátrað, heldur skuli þau skorin á háls svo þeim blæði út. Þetta getur valdið þeim óþarfa þjáningum, að mati margra dýraverndarsinna. Kristin trúarbrögð gera ekki þessa kröfu; þar er öllu jöfnu rotað, áður en dauðrotað.

Lögbannið tekur í fyrstu aðeins til Flæmingjalands en stefnt er á að breiða út reglugerðina er fram líða stundir. Alþingi Íslendinga leggur blátt bann við svokallaðri halal-slátrun og hið sama gildir um önnur Norðurlönd og Slóveníu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert