Tveggja ára með snuddu stal senunni

Gavin Newson ásamt eiginkonu sinni Jennifer Siebel Newsom og börnum ...
Gavin Newson ásamt eiginkonu sinni Jennifer Siebel Newsom og börnum þeirra fjórum við innsetningarathöfnina í gær. AFP

Snuð, öryggisteppi og tveggja ára sonur Gavin Newson, ríkisstjóra Kaliforníu, stálu senunni þegar Newson sór embættiseið í gær í innsetningarathöfn sem nýr ríkisstjóri Kaliforníu.  

Sonurinn, Dutch, tók sér lúr í upphafi athafnarinnar. Þegar Newson hóf ræðu sína hafði hann engan grun um það sem beið hans. Dutch vaknaði af værum blundi og fór beinustu leið upp á svið til að athuga hvað pabbinn væri að bardúsa. Snuddan og öryggisteppið voru að vísu ekki langt undan. 

Newson tók soninn í fangið en hélt samt áfram að tala um landamæravegginn, sem hann telur að aldrei eigi að rísa, enda er Newson demókrati. Dutch fór hins vegar að leiðast veran við ræðupúltið og fór að virða sviðið betur fyrir sér. Þá ákvað móðir hans að reyna að grípa inn í, en án árangurs. Eldri bróðir hans hafði heldur ekki erindi sem erfiði og það var ekki fyrr en mæðginin sameinuðu krafta sína að Dutch yfirgaf sviðið. 

Uppákomuna í heild sinni má sjá í myndskeiðinu hér að neðan: 

mbl.is
Solbadsstofan Super sól
Solbadsstofan Super sól med nyir bekkir ,standandi og ligjandi ,ljos og kolagen ...
20.000 kr lækkun á nuddbekkjum tímabundið www.egat.is
Ef þú ert mikið fyrir að fara upp á bekk og nudda viðskiptavin þannig þá er þett...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is...
KRISTALS LJÓSAKRÓNUR ÚTSALA er að byrja
Glæsilegar kristalsljósakrónur fyrir falleg heimili. ÚTSALA Handskornar kristal...