Viðræður við Kína ganga „mjög vel“

Donald Trump Bandaríkjaforseti.
Donald Trump Bandaríkjaforseti. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að viðræður Bandaríkjanna og Kína um nýjan viðskiptasamning gangi „mjög vel“. Viðræðurnar hófust í Peking, höfuðborg Kína, í gær og munu þær halda áfram á morgun.

Samningamaður úr bandaríska hópnum sagði að viðræðurnar muni halda áfram á morgun. Þetta eru fyrstu fundirnir sem menn eiga augliti til auglits síðan Trump og Xi Jinping, forseti Kína, samþykktu að gera hlé á tollastríði landanna á fundi í Argentínu 1. desember.

Viðræðurnar munu standa yfir lengur en áætlað var því viðskiptaráðuneyti Kína sagði í síðustu viku að fundað yrði á mánudag og þriðjudag.

„Viðræðurnar við Kína ganga mjög vel!“ skrifaði Trump á Twitter og hafði engu við það að bæta.

The Wall Street Journal greindi frá því í dag að viðræðurnar gengu betur en áður og eru ágreiningsefnin færri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert