„Allt líf hans er lygi“

Ronaldo er borinn þungum sökum.
Ronaldo er borinn þungum sökum. AFP

Jasmine Lennard, fyrrverandi kærasta knattspyrnumannsins Cristiano Ronaldo, segir að Ronaldo sé lygari og geðsjúklingur. Hún styður Kathryn Mayorga, sem sakar Ronaldo um nauðgun.

Kathryn Mayorga segir að Ronaldo hafi nauðgað henni á hóteli í Las Vegas árið 2009. Ronaldo hefur neitað ásökunum hennar. Sam­kvæmt Der Spieg­el borgaði Ronaldo 375 þúsund Banda­ríkja­dali gegn því að Mayorga kæmi ekki fram með ásak­an­ir á hend­ur hon­um á op­in­ber­um vett­vangi.

Lennard tjáði sig á Twitter-síðu sinni í gær þar sem hún bauð Mayorga hjálp en lögreglan í Las Vegas tók síðasta haust að nýju upp rann­sókn vegna ásak­ana Mayorga.

„Ég hef upplýsingar sem ég trúi að hjálpi málstað þínum og ég vil hjálpa þér,“ skrifaði Lennard á Twitter þar sem hún beindi orðum sínum til Mayorga.

„Nei þýðir nei. Ef einhver biður þig um að stoppa áttu að stoppa. Ef þú heldur áfram kynferðislegum athöfnum á meðan kona öskrar á þig að stoppa ertu nauðgari og skrímsli og mér gæti ekki verið meira sama hversu góður þú ert í fótbolta,“ skrifaði Lennard.

Hún segist hafa átt í nánast daglegum samskiptum við Ronaldo undanfarna 18 mánuði og kveðst hafa sannanir fyrir máli sínu og segist ekki hafa áhyggjur af málsókn frá Ronaldo vegna skrifanna.

„Allt líf hans er lygi. Helvítis geðsjúklingur,“ skrifaði Lennard og bætti við að Ronaldo hafi sagt henni þegar þau voru par að hann myndi láta skera hana í búta ef hún hitti annan mann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert