Uppljóstrari verðlaunaður í Svíþjóð

Daniel Ellsberg.
Daniel Ellsberg. Wikipedia/Kushal Das
<div id="premium-top">Bandaríski hernaðarsérfræðingurinn Daniel Ellsberg, sá sem lak<span><span> </span>leynilegum gögnum um stríðsreksturinn í Víetnam, Pentangonskjölunum, sem sýndu að Bandaríkjamenn væru að tapa stríðinu og að mótbyrinn væri gríðarlegur í Víetnam, árið 1971, verður sæmdur verðlaunum sem kennd eru við Olof Palme í Svíþjóð. </span><a href="https://www.dn.se/nyheter/varlden/visselblasaren-och-fredsaktivisten-daniel-ellsberg-far-arets-palmepris/" target="_blank">Dagens Nyheter greinir frá</a> þessu.</div> <div></div><div><span><span>Pentagonskjölin fólu í sér skýrslu sem bandaríska varnarmálaráðuneytið hóf að gera árið 1967 um stríðsreksturinn í Víetnam. Þar var m.a. að finna gögn frá Kennedy- og Johnson-stjórnunum sem sýndu fram á að umræddir forsetar og nánustu ráðgjafar þeirra bjuggu yfir upplýsingum um gang stríðsins sem voru andstæðar við það sem almenningi var talin trú um. </span></span></div><div></div><div><span><span>Starfsmanni ríkisstjórnarinnar sem vann við skýrslugerðina, Daniel Ellsberg, ofbauð efni skýrslunnar og lak henni í<span> </span></span><em>New York Times</em><span>. Blaðið átti úr vöndu að ráða í ákvörðun sinni um hvort birta skyldi leyniskjöl um yfirstandandi stríð, en svo fór (þvert á ráðgjöf lögfræðinga blaðsins) að ritstjórar<span> </span></span><em>New York Times</em><span><span> </span>ákváðu að birta efni skýrslunnar sem þeir töldu fela í sér mikilvægar upplýsingar um það vonlausa stríðsástand sem verið var að senda bandaríska hermenn inn í. </span></span></div><div></div><div><span><span>Þar til að blaðið tók að birta umfjallanir og útdrætti úr skýrslunni í júní árið 1971 reyndi sitjandi forseti, Richard Nixon, allt hvað hann gat til að koma í veg fyrir birtingu efnisins, en tapaði málinu að lokum fyrir dómstólum, sem úrskurðuðu að krafa stjórnarinnar um að þjóðaröryggi yrði stefnt í hættu með birtingu skýrslunnar væri ósannfærandi.<span> </span></span></span></div><div><span><em>The Washington Post </em><span>fékk skýrsluna í hendur nokkru á eftir<span> </span></span><em>New York Times<span> </span></em><span>og ákvað einnig að láta vaða á birtingu, þó svo að ritstjóranum hafi verið ráðið eindregið frá því sökum þess að fyrirtækið var að fara út á almennan hlutafjármarkað sama ár. </span></span></div><div></div><div><span><span>Framferði Nixons í málinu, þar sem hann beitti m.a. óheiðarlegum aðferðum, eins og að fyrirskipa innbrot í skjalageymslu sálfræðings Daniels Ellsbergs, var að mati þeirra sem skrifa um málið upphafið að þeirri neikvæðu ímynd sem forsetinn fékk á sig og hrakti hann frá völdum í kjölfar Watergate-hneykslisins.<span> </span></span></span></div><div></div><div><span><em>The Washington Post<span> </span></em><span>og blaðamennirnir Woodward og Bernstein voru eins og frægt er leiðandi í afhjúpun þess máls, en bent hefur verið á að það djarfa skref sem blaðið tók í Pentagon-skjalamálinu hafi skapað því virðingu og sess sem gerði Watergate-birtinguna auðveldari.</span></span></div> <div id="premium-container">

Ellsberg, sem er fæddur árið 1931, var meðal annars ákærður fyrir njósnir og samsæri og átti á hættu að vera dæmdur til langrar fangelsisvistar en fallið var frá ákærunum. 

Í yfirlýsingu frá Stofnun Olofs Palme, sem veitir verðlaunin, segir að þrátt fyrir að eiga á hættu alvarlegar afleiðingar við að leka upplýsingum leiddi ákvörðun hans til þess að óheiðarleg ríkisstjórn fór frá völdum og stríðið varð styttra en annars hefði orðið. Þetta bjargaði mörgum mannslífum, segir í yfirlýsingunni. 

Verðlaunin verða veitt 30. janúar í Stokkhólmi en meðal þeirra sem hafa hlotið verðlaunin hingað til eru: Fyrrverandi framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, Kofi Annan, kínverski aðgerðarsinninn Xu Youyu og baráttufólkið gegn nasisma, Hédi Fried og Emerich Roth.

</div>
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert