Birtu gamla falsaða mynd

Alexandria Ocasio-Cortez.
Alexandria Ocasio-Cortez.

Bandaríska þingkonan Alexandria Ocasio-Cortez gagnrýnir íhaldssama fjölmiðla fyrir meðferð þeirra á konum sem eru áberandi í stjórnmálum. Ástæðan fyrir gagnrýni hennar er fölsuð mynd sem birt var á vefnum Daily Caller. Myndin átti að vera af Ocasio-Cortez nakinni í baði. Það hefur nú verið dregið til baka.

Að vísu sást ekkert nema tær á myndinni en fyrirsögnin var: Hér er myndin sem einhverjir segja vera nektarsjálfu af Alexandria Ocasio-Cortez. Hið rétta er að myndin hefur verið í umferð á netinu í mánuð og fyrir löngu hafi verið sýnt fram á það af notanda Reddit að myndin væri alls ekki af þingkonunni og því fölsuð, að því er segir í frétt Guardian í morgun.

Ocasio-Cortez skrifaði á Twitter í gærkvöldi að birting falsaðrar myndar á vel þekktum íhaldsvef sýni þá stöðu sem konur í stjórnmálum þurfi að búa við. Í færslunni gagnrýnir hún einnig breska fjölmiðilinn Daily Mail sem hún sakar um að hafa sent fréttamann að heimili ættingja unnusta hennar og boðið þeim pening fyrir sögur um Ocasio-Cortez.

Ocasio-Cortez vakti mikla athygli þegar hún fór með sigur af hólmi í forvali demókrata í New York í júní en þar keppti hún við þingmann sem hafði verið á þingi í tvo áratugi. Hún var síðan kjörin í fulltrúadeildina í nóvember og varð þar yngst kvenna til að setjast á þing í Bandaríkjunum en hún er 29 ára gömul. 

Podcast New York Times

 

mbl.is
Fjarnámskeið í ljósmyndun - fyrir alla
Lærðu á myndavélina þina, lærðu að taka enn beti myndir. Nú getur þú lært ljósmy...
Byggingarstjóri
Löggildur byggingarstjóri Stefán Þórðarson 659 5648 stebbi_75@hotmail.com...
fágætar bækur til sölu
til lsölu nokkrar fágætar bækur Sjálfstætt fólk 1-2 Sneglu-Halli eftir Símon...
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...