Máli gegn Weinstein vísað frá

Ashley Judd og Harvey Weinstein.
Ashley Judd og Harvey Weinstein. AFP

Dómari í Los Angeles hefur vísað frá máli leikkonunnar Ashley Judd gegn kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein en hún sakaði hann um kynferðislega áreitni.

Niðurstaða alríkisdómarans, Philip Gutierrez, er að ásakanir Judd falli ekki undir þann ramma sem lagt var upp með í málsókninni en dómarinn segir að Judd geti haldið áfram með meiðyrðahluta málsóknarinnar. Judd hélt því fram að Weinstein hefði eyðilagt feril hennar sem leikkonu. Weinstein neitar öllum ásökunum um að hafa áreitt leikkonuna kynferðislega og að hafa þvingað hana með hótunum. 

Judd hafði áður höfðað mál vegna Weinstein en Gutierrez dómari hafði hafnað fyrri málsókn hennar í september. 

Í yfirlýsingu sem Gutierrez sendi frá sér seint í gærkvöldi kemur fram að lögin sem taka á kynferðlegri áreitni og slíku misferli í faglegum samskiptum, sem á við um leikstjóra og framleiðendur, sé ekki hægt að beita afturvirkt í máli Judd.

Lögmaður Weinsteins, Phyllis Kupferstein, fagnaði ákvörðun dómarans og segir að þetta sé í takt við það sem hún og skjólstæðingur hennar hafi alla tíð vitað. 

Frétt BBC

Judd heldur því fram að Weinstein hafi nýtt sér stöðu sína og völd innan afþreyingariðnaðarins til að koma í veg fyrir að hún fengi vinnu og hann hafi eyðilagt orðspor hennar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert