Vinnustaður Hagen mögulega vaktaður

Tvær manneskjur sjást á gangi og ein á hjóli fyrir ...
Tvær manneskjur sjást á gangi og ein á hjóli fyrir utan vinnustað Hagen og vill lögreglan ná tali af þeim. Skjáskot/VG

Norska lögreglan hefur óskað eftir því að ná tali af þremur manneskjum í tengslum við hvarf Anne-Elisa­beth Fal­kevik Hagen.

Anne-Elisabeth, sem er  68 ára göm­ul, var rænt af heim­ili sínu á hrekkja­vök­unni, 31. októ­ber, og hef­ur ekk­ert spurst til henn­ar síðan. Fyrst var greint frá mann­rán­inu í gær en nokkr­ir fjöl­miðlar vissu af hvarfi henn­ar sem og ná­grann­ar en farið var að beiðni lög­reglu um að greina ekki frá því til þess að styggja ekki mann­ræn­ingj­ana.

Þremenningarnir með stöðu vitnis

Manneskjurnar sjást á upptöku úr öryggismyndavél fyrir utan skrifstofu Toms Hagen, eiginmanns Anne-Elisabeth, sama dag og hún hvarf. Lögreglan hefur birt tvö myndskeið úr öryggismyndavél þar sem sést til þremenninganna. Í fyrra myndskeiðinu sést einn þeirra á gangi fyrir utan vinnustaðinn klukkan 7:36. Hann hverfur í skamma stund á bak við tré en snýr svo við og gengur sömu leið til baka. Skrifstofan er í svokallaðri Futurum-byggingu í Ósló. 

Í seinna myndskeiðinu, sem er tekið klukkan 8:00 sést önnur manneskja ganga sama göngustíg og sú fyrri. Einnig sést til hjólreiðamanns á stígnum og hefur lögreglan óskað eftir að ná tali af honum sömuleiðis en þremenningarnir hafa allir stöðu vitnis í málinu, að sögn lögreglu. 

Hér má sjá myndskeiðið í heild sinni.

Voru mögulega að vakta eiginmanninn

„Þetta er fyrst og fremst til að bera kennsl á þá og komast að því hvort þeir búi yfir einhverjum upplýsingum,“ segir Tommy Brøske, sem stýr­ir rann­sókn máls­ins, í samtali við norska fjölmiðilinn VG. Hann útilokar ekki að þremenningarnir, eða einhver þeirra, hafi verið að vakta vinnustað Hagen á meðan mannræningjarnir voru að verki á heimili hjónanna.

Lögreglumaðurinn Tommy Brøske fer með rannsókn málsins.
Lögreglumaðurinn Tommy Brøske fer með rannsókn málsins. AFP

Brøske staðfesti einnig að skilaboð frá ræningjunum hafi fundist á heimili hjónanna en þar er eiginmanninum meðal annars hótað.

Lög­regl­an tel­ur að um at­vinnu­menn sé að ræða en mann­ræn­ingjarn­ir hafa farið fram á að fá greidd­ar 9 millj­ón­ir evra, 1,2 millj­arða króna, í lausn­ar­fé og fjár­hæðin verði greidd í raf­mynt sem nefn­ist monero.

mbl.is
Málningar- og viðhaldsvinna
Getum bætt við okkur inni- og útiverkefnum. Vönduð vinnubrögð og góð umgengni. T...
HRINGSTIGAR _ HRINGSTIGAR
Hringstigar, úti sem inni. Þvermál 120, 130, 140, 150, 160, 170 cm og sérsmíði í...
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 24000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...
KERRUR _ KERRUR _ KERRUR
Þessar sterku Þýsku frá ANSSEMS & HULCO, til afgreiðslu strax, sjá myndir m.a. í...