Dómur yfir fréttamönnum staðfestur

Wa Lone sést hér færður fyrir dómara.
Wa Lone sést hér færður fyrir dómara. AFP

Tveir fréttamenn Reuters, sem voru dæmdir í sjö ára fangelsi í undirrétti í Búrma fyrir að hafa brotið lög er varða rík­is­leynd­ar­mál með því að greina frá fjölda­morði á rohingj­um í land­inu, töpuðu málinu fyrir áfrýjunardómstól í dag. Var dómur undirréttar staðfestur.

Dómari við hæstarétt Yngon-héraðs, Aung Naing, segir að fyrri dómur hafi verið réttur, samkvæmt ákvæða laganna. Því sé áfrýjuninni vísað frá.

Wa Lone, 32 ára, og Kyaw Soe Oo, 28 ára, hafa verið í haldi í In­sein-fang­els­inu í rúmt ár. 

Blaðamenn­irn­ir unnu að rann­sókn á morðum á tíu rohingj­um í Rak­hine-héraði í sept­em­ber 2017.

Þeir segja brögð hafa verið í tafli við hand­tök­una. Þeim var boðið í mat með lög­reglu í Yangon, þar sem þeim voru af­hent gögn og síðan hand­tekn­ir þegar þeir yf­ir­gáfu mat­ar­boðið. Var þeim gefið að sök að hafa í fór­um sín­um leyniskjöl um aðgerðir rík­is­ins á svæðinu.

mbl.is
KRISTALS LJÓSAKRÓNUR Útsala er að byrja
Glæsilegar kristalsljósakrónur í falleg heimili. Handskornar kristalsljósakrónu...
Tæki fyrir traktorinn
Við erum með jarðtætara, hagasláttuvélar, kurlara og allt mögulegt fyrir traktor...
www.flutningur.is 5753000 sendibilastöð
Allar stærðir sendibíla. Gámaflutningar gámaleiga.Traust og góð þjónusta. Kris...
UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...