Fær hæli í Kanada

Rahaf Mohammed al-Qunun.
Rahaf Mohammed al-Qunun. AFP

Kanadísk stjórnvöld hafa ákveðið að veita Rahaf Mohammed al-Qunun, 18 ára hælisleitanda frá Sádi-Arabíu, hæli í landinu.

Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, tilkynnti þetta í dag.

„Kanada hefur verið skýrt í afstöðu sinni um að berjast fyrir mannréttindum og réttindum kvenna um heim allan,“ sagði Trudeau. „Þegar Sameinuðu þjóðirnar báðu okkur um að veita al-Qunun hæli ákváðum við að verða við beiðninni.“

Hún var stöðvuð á flug­vell­in­um í Bang­kok síðustu helgi og sagðist vera í lífs­hættu á heim­ili sínu og þar sem hún hafi verið beitt and­legu og lík­am­legu of­beldi. Stutt er síðan hún varð að loka Twitter-aðgangi sínum vegna líflátshótana. 

mbl.is
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...
Heimili í borginni- www.eyjasolibudir.is
Til leigu 2-3ja herb.íbúðir fyrir fjölskyldur og erlenda ferðamenn. ALLT til ALL...