Fær hæli í Kanada

Rahaf Mohammed al-Qunun.
Rahaf Mohammed al-Qunun. AFP

Kanadísk stjórnvöld hafa ákveðið að veita Rahaf Mohammed al-Qunun, 18 ára hælisleitanda frá Sádi-Arabíu, hæli í landinu.

Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, tilkynnti þetta í dag.

„Kanada hefur verið skýrt í afstöðu sinni um að berjast fyrir mannréttindum og réttindum kvenna um heim allan,“ sagði Trudeau. „Þegar Sameinuðu þjóðirnar báðu okkur um að veita al-Qunun hæli ákváðum við að verða við beiðninni.“

Hún var stöðvuð á flug­vell­in­um í Bang­kok síðustu helgi og sagðist vera í lífs­hættu á heim­ili sínu og þar sem hún hafi verið beitt and­legu og lík­am­legu of­beldi. Stutt er síðan hún varð að loka Twitter-aðgangi sínum vegna líflátshótana. 

mbl.is
KERRUR TIL AFGREIÐSLU SAMDÆGURS
Sterkbyggðu HULCO fjölnotakerrurnar, myndir á bland.is og á Facebook = Mex byggi...
Byggingastjórn - Húsasmíðameistari
Löggiltur byggingarstjóri, húsasmíðameistari og leigumiðlari Tek að mér: - ...
LÚGUSTIGAR - SMÍÐUM EFTIR MÁLI
Sérsmíðað, eigum á lager 68x85 og 55x113 Einnig Álstiga í op 45,7x56 eða stærra ...