Maður ákærður í máli Jayme Closs

Nágrannakonan Jeanne Nutter var úti að ganga með hund­inn þegar ...
Nágrannakonan Jeanne Nutter var úti að ganga með hund­inn þegar Jayme Closs kom til henn­ar og bað um hjálp. AFP

21 árs maður hefur verið ákærður fyrir að hafa myrt foreldra bandarísku táningsstúlkunnar Jayme Closs og rænt stúlkunni af heimili hennar.

Ná­granna­kon­a var úti að ganga með hund­inn þegar Closs kom til henn­ar og bað um hjálp eftir að hafa verið í þrjá mánuði í haldi Jake Thomas Patterson. Closs hefur þegar borið  kennsl á Patterson sem var handtekinn nokkrum mínútum eftir að hún fannst. 

Jake Thomas Patterson, sem er grunaður um verknaðinn.
Jake Thomas Patterson, sem er grunaður um verknaðinn. AFP

„Jayme var tekin gegn sínum vilja og flúði húsnæðið þar sem hún var í haldi og tókst að fá hjálp,“ sagði lögreglustjóri Barron-sýslu, Chris Fitzgerald.

Hann bætti við að Closs hefði verið útskrifuð af sjúkrahúsi og að hún hefði rætt við rannsóknarlögreglumenn um það sem gerðist.

Að sögn lögreglustjórans hafði Patterson aldrei áður haft samskipti við Closs-fjölskylduna en hann hafi alltaf ætlað sér að ræna stúlkunni. 

„Sá sem er í haldi skipulagði verknað sinn vel og gerði ýmislegt til að fela sig fyrir lögreglunni og almenningi.“

AFP
mbl.is
Volvo XC V70 til sölu Volvo V70 station
Volvo XC V70 til sölu Volvo V70 station. Árg. 2000. Mjög góður bíll. Vel viðhald...
Húsgagnaviðgerðir og bólstrun
Ég tek að mér viðgerðir og bólstrun á gömlum og nýjum húsgögnum. Starfsemin fer ...
Gisting við flugbraut..
Lítið sumarhús og kósý í fallegu umhverfi á suðurlandi. Gisting 2 nætur eða meir...