Mynd af höll á fjóra milljarða

Le Palais Ducal eftir Claude Monet.
Le Palais Ducal eftir Claude Monet. Sotheby's

Mikil eftirvænting ríkir í listaheiminum eftir uppboði hjá Sotheby's í London 26. febrúar en þar verður málverk Claudes Monets, Le Palais Ducal (1908), boðið upp. Fastlega er gert ráð fyrir að háar fjárhæðir verði boðnar í verkið sem hefur verið í eigu fjölskyldu Erichs Goeritz frá árinu 1925. 

Sérfræðingar á listaverkamarkaði eiga alveg eins von á því að málverkið fari á um 35 milljónir Bandaríkjadala, um 4,2 milljarða króna.

Monet málaði myndina í sinni einu ferð til Feneyja en þar dvaldi hann í þrjá mánuði árið 1908. Monet kom til Feneyja 1. október og féll strax í stafi og sagði borgina of fallega til þess að vera máluð. Unnendum Monets til mikillar gleði fór hann ekki eftir því og málaði 40 myndir í ferðinni. 

Í febrúar 2015 var verk Monets, Le Grand Canal, selt á 23,7 milljónir punda á uppboði Sotheby's og er það hæsta verð sem hefur fengist fyrir málverk hans frá Feneyjum. 

Frétt Politiken

Upplýsingar um Monet á vef Sotheby's

Málverk Claude Monet, Le Palais Ducal.
Málverk Claude Monet, Le Palais Ducal. Af vef Sotheby's
mbl.is
Bíll
Góður bíll til sölu. Toyota Avensis árg, 2001 ekinn 270 þús. Hefur verið í góð...
STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Mælum, teiknum, smíðum og setjum upp, myndir á Facebook: Magnus Elias>Mex byggin...
NP þjónusta
NP Þjónusta Óska eftir að annast bókhaldsvinnu og fleira þess háttar. Upplýsinga...
Solbadsstofan Super sól
Solbadsstofan Super sól med nyir bekkir ,standandi og ligjandi ,ljos og kolagen ...