Mynd af höll á fjóra milljarða

Le Palais Ducal eftir Claude Monet.
Le Palais Ducal eftir Claude Monet. Sotheby's

Mikil eftirvænting ríkir í listaheiminum eftir uppboði hjá Sotheby's í London 26. febrúar en þar verður málverk Claudes Monets, Le Palais Ducal (1908), boðið upp. Fastlega er gert ráð fyrir að háar fjárhæðir verði boðnar í verkið sem hefur verið í eigu fjölskyldu Erichs Goeritz frá árinu 1925. 

Sérfræðingar á listaverkamarkaði eiga alveg eins von á því að málverkið fari á um 35 milljónir Bandaríkjadala, um 4,2 milljarða króna.

Monet málaði myndina í sinni einu ferð til Feneyja en þar dvaldi hann í þrjá mánuði árið 1908. Monet kom til Feneyja 1. október og féll strax í stafi og sagði borgina of fallega til þess að vera máluð. Unnendum Monets til mikillar gleði fór hann ekki eftir því og málaði 40 myndir í ferðinni. 

Í febrúar 2015 var verk Monets, Le Grand Canal, selt á 23,7 milljónir punda á uppboði Sotheby's og er það hæsta verð sem hefur fengist fyrir málverk hans frá Feneyjum. 

Frétt Politiken

Upplýsingar um Monet á vef Sotheby's

Málverk Claude Monet, Le Palais Ducal.
Málverk Claude Monet, Le Palais Ducal. Af vef Sotheby's
mbl.is
Gæðamotta keypt í Persíu, stærð 2x140,.
Gæðamotta keypt í Persíu, stærð 2x140. Verð 4000. Upplýsingar í síma 6942326 eða...
KRISTALS LJÓSAKRÓNUR ÚTSALA er að byrja
Glæsilegar kristalsljósakrónur fyrir falleg heimili. ÚTSALA Handskornar kristal...
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...
FJÖLNOTAKERRUR _ STURTUKERRUR
Fjölnotakerrur, auðvelt er að koma bílum og vélum uppá, 4 til 6 metra langar. St...