Stór hluti Evrópu á kafi í snjó

AFP

Snjókorn virðast falla á flesta Evrópubúa þessa dagana nema Íslendinga ef marka má myndir og fréttir frá ríkjum í Suður-Evrópu og víðar þessa dagana. Bæjaraland í Þýskalandi er á kafi í snjó og það hefur jafnvel snjóað í Aþenu. Svíar glíma í dag við storminn Jan en honum fylgir mikil ofankoma.

Bæði í Þýskalandi og Svíþjóð hefur þurft að aflýsa skólahaldi vegna snjókomunnar og eins eru vegir lokaðir og almenningssamgöngur lamaðar víða.

Rauði krossinn er með fjölmarga hjálparstarfsmenn að störfum á hraðbrautum Bæjaralands við að aðstoða fólk við að komast leiðar sinnar. Níu ára drengur lést í Bæjaralandi í gær þegar hann varð undir tré sem brotnaði undan snjóþunga. 

Í Austurríki stendur yfir víðtæk leit að pólskum snjóbrettamanni sem villtist eftir að hafa farið út fyrir merkta braut í Schlossalmbahn. Í gær snjóaði gríðarlega í Austurríki og herma fréttir að þar sé snjódýptin á einhverjum stöðum þrír metrar. Tveggja fjallgöngumanna er saknað frá því á laugardag og sjö hafa látist á nokkrum dögum í snjóflóðum. 

AFP fréttastofan hefur eftir sérfræðingi á Veðurstofu Austurríkis að það gerist ekki nema á 30-100 ára fresti að svo mikið snjói á undirlendi (undir 800 metra hæð) líkt og gerst hefur þar undanfarna viku. 

Frétt SVT

Frétt BBC

AFP
Frá Bæjaralandi.
Frá Bæjaralandi. AFP
Frá þýskum bæ þar sem allt er á kafi í ...
Frá þýskum bæ þar sem allt er á kafi í snjó. AFP
Herinn hefur aðstoðað fólk við að komast leiðar sinnar í ...
Herinn hefur aðstoðað fólk við að komast leiðar sinnar í Þýskalandi og Austurríki. AFP
Frá München.
Frá München. AFP
Frá Kufstein í Austurríki.
Frá Kufstein í Austurríki. AFP
Varað er við snjóflóðum í þéttbýli í Austurríki.
Varað er við snjóflóðum í þéttbýli í Austurríki. AFP
AFP
Frá Aþenu.
Frá Aþenu. AFP
AFP
Frá Mið-Þýskalandi.
Frá Mið-Þýskalandi. AFP
mbl.is
Nudd Nudd Nudd
Relaxing Massage Down Town Reykjavik, S. 7660348, Alina...
Einn sá öflugasti
JAKINN Einn sá öflugasti og verklegasti Ford 7,3 Power Stroke, Skráður frá framl...
Cherokee hjólbarðar óskast
Óska eftir hjólbörðum fyrir Grand Cherokee stærð 225/75/16R eða 236/70/16R Uppl...
Solbadsstofan Super sól
Solbadsstofan Super sól med nyir bekkir ,standandi og ligjandi ,ljos og kolagen ...