Tekst Löfven að mynda ríkisstjórn?

Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar og leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins, stendur í ströngu ...
Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar og leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins, stendur í ströngu við myndun ríkisstjórnar. AFP

Ýmis teikn eru á lofti um að ný ríkisstjórn taki brátt við í Svíþjóð, fjórum mánuðum eftir að þingkosningar fóru fram. Þetta er fullyrt í sænska dagblaðinu Dagens Nyheter þar sem segir að forystumenn Frjálslynda flokksins og Miðflokksins þurfi að ákveða sig hverjum þeir vilji tilheyra og þurfa þeir að ákveða sig um helgina.

Stefan Löfven, leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins, og Ulf Kristersson, formaður Moderatarna, hafa reynt að mynda ríkisstjórn hvor í sínu horni og greindu þeir Andreas Nor­lén, for­seta sænska þings­ins, frá gangi mála í gær. Löfven hefur átt í viðræðum við leiðtoga Miðflokks, Frjálslyndra og Græningja en Kristersson hefur sömuleiðis rætt við Miðflokk og Frjálslynda auk Kristilegra demókrata um myndun ríkisstjórnar sem hann myndi leiða sem forsætisráðherra.

Ulf Kristersson, leiðtogi Moderatarna, reynir einnig að mynda ríkisstjórn, líkt ...
Ulf Kristersson, leiðtogi Moderatarna, reynir einnig að mynda ríkisstjórn, líkt og forsætisráðherrann. AFP

Líklegra að Löfven takist ætlunarverkið

Í frétt Dagens Nyheter kemur fram að flokkarnir hafi verið „mjög nálægt samkomulagi“ í gærkvöldi en líklegt þykir að Löfven takist ætlunarverkið. Samkvæmt heimildum miðilsins munu stjórn og þingflokkur Miðflokksins funda í dag á mikilvægum fundi áður en flokksráðið kemur svo saman á laugardag þar sem endanleg ákvörðun verður tekin.

Forseti sænska þingsins mun leggja fram tillögu um næsta forsætisráðherra á þinginu á mánudag og verða greidd atkvæði um þá tillögu á miðvikudag. Ef ekki tekst að mynda nýja rík­is­stjórn í þess­ari til­raun verður jafn­vel kosið í fjórða skiptið, síðar í þess­um mánuði. Sú staða hef­ur aldrei áður komið upp á sænska þing­inu en nýr for­sæt­is­ráðherra hef­ur alltaf verið kjör­inn við fyrstu at­kvæðagreiðslu í þing­inu að lokn­um kosn­ing­um.

Ef það tekst hins veg­ar ekki verður að öll­um lík­ind­um boðað til nýrra þing­kosn­inga og verða þær að eiga sér stað inn­an þriggja mánaða frá síðustu at­kvæðagreiðslu á þing­inu um for­sæt­is­ráðherra. Kjör­dag­ur í Svíþjóð er ávallt á sunnu­dög­um og því gætu þing­kosn­ing­arn­ar orðið 21. apríl. Það er hins veg­ar páska­dag­ur sem gæti sett strik í reikn­ing­inn.  

mbl.is
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is...
Byggingaverktakar - Byggingastjórn - Meistarar - Eignaskiptayfirlýsingar
Byggingaverktakr - Byggingastjórn - Húsasmíðameistari - Eignaskiptayfirlýsingar ...
Borðfætur stál
Til sölu notaðir borðfætur frá Stáliðjunni, 6 stk undir tveggja manna borð og 3 ...