Var þakin hundruðum mítla

Eins og sjá má á myndinni voru mítlarnir af ýmsum ...
Eins og sjá má á myndinni voru mítlarnir af ýmsum stærðum og þöktu andlit slöngunnar. Ljósmynd/Facebook-síða snákafangara Brisbane og Gullstrandarinnar

Dýraeftirlitsmenn í Ástralíu björguðu nú í vikunni pytonslöngu sem var þakin hundruðum blóðmaura, eða mítla. Slangan fannst í sundlaug í bakgarði húss við Gullströndina í Queensland.

Sérstakur snákafangari sá um að ná slöngunni upp úr lauginni og því næst var farið með hana til meðhöndlunar í náttúrulífsmiðstöð þar sem dýralæknar fjarlægðu af henni 500 mítla.

Myndbönd sem birt hafa verið á netinu sýna slönguna, sem er af tegundinni morelia spilota variegata sem telst meinlaus mönnum, vera þakta mítlum frá höfði að hala.

Talið er að slangan sé veik, en BBC hefur eftir slöngufangaranum Tony Harris að búist sé við að hún muni ná sér. Sjálfur telur hann slönguna hafa með sundlaugaferðinni verið að reyna að drekkja mítlunum. „Augljóslega var þetta mjög óþægilegt fyrir slönguna,“ segir hann. „Andlit hennar var bólgið og mítlarnir sem fjölguðu sér á henni voru að bera hana ofurliði.“

Harris segir að þegar hann hélt á slöngunni með mítlunum hafi það minnt hann mest á að halda á poka af glerkúlum sem voru á hreyfingu í höndunum á honum.

Nokkuð algengt er að nokkrir mítlar eða önnur sníkjudýr finnist á snákum, að sögn prófessors Bryan Fry við háskólann í Queensland. Veikindi eru hins vegar líkleg ástæða þess að svo margir mítlar gátu gert sig heimakomna á snáknum og segir Fry þetta mögulega hafa verið vegna streitu sem snákurinn hafi þjáðst af af völdum mikilla hita eða vegna þurrks.

„Þarna var augljóslega á ferðinni dýr sem var alvarlega veikt og að missa náttúrlegar varnir sínar,“ sagði hann. „Ég efast um að hún hefði lifað af hefði hún ekki verið tekin inn til aðhlynningar.“

mbl.is
Greinakurlari
Greinakurlari sem drifinn er með bensínmótor. Öflugur og meðfærilegur kurlari w...
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
Tæki fyrir traktorinn
Við erum með jarðtætara, hagasláttuvélar, kurlara og allt mögulegt fyrir traktor...
Hvernig líst þér á Natalie
Vissir þú að nú er 40.000 kr afsláttur af Natalie? Klikkaðu á linkinn fyrir neð...