FBI hóf að rannsaka Trump 2017

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AFP

Örfáum dögum eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti rak James B. Comey úr embætti forstjóra bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, fóru starfsmenn stofnunarinnar að hafa áhyggjur af hegðun forsetans og hófu að rannsaka hvort hann hefði verið að vinna með Rússum gegn rússneskum hagsmunum. 

Þetta kemur fram í umfjöllun The New York Times sem hefur þetta eftir starfsmönnum stofnunarinnar og öðrum sem þekkja til rannsóknarinnar. 

James Comey.
James Comey. AFP

Málið var litið mjög alvarlegum augum, en meðal þess sem var rannsakað var hvort aðgerðir forsetans hefðu ógnað þjóðaröryggi. Þá var rannsakað hvort Trump hefði unnið fyrir Rússa, annað hvort vísvitandi eða óafvitandi verið undir áhrifum stjórnvalda í Moskvu. 

Fram kemur í umfjöllun NY Times að þetta hefði einnig verið sakamálarannsókn hjá FBI, þ.e. hvort forsetinn hefði hindrað framgang réttvísinnar með því að reka Comey. 

Fulltrúar FBI og hátt settir yfirmenn var farið að gruna að einhver tengsl væru á milli Trump og Rússlands á meðan kosningabaráttan stóð sem hæst fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Þeir biðu hins vegar með að hefja rannsókn, m.a. vegna þess að þeir voru ekki vissir um hvernig ætti að haga henni, enda væri málið mjög umfangsmikið og viðkvæmt. Þetta breyttist aftur á móti þegar forsetinn rak Comey í maí 2017. Sér í lagi í tengslum við tvo atvik þar sem Trump tengdi sjálfur brottreksturinn við Rússarannsóknina.

Robert Mueller.
Robert Mueller. AFP

Robert S. Mueller, sérstakur saksóknari, tók við rannsókninni þegar hann af útnefndur, aðeins nokkrum dögum eftir að FBI hóf að rannsaka málið. Hún er nú hluti af stærri rannsókn Mueller sem snýr að því hvernig Rússar höfðu áhrif á kosningarnar árið 2016 og hvort einhver af samstarfsmönnum Trumps störfuðu með þeim. 

mbl.is
Fágætar vínilplötur í Kolaportinu!!
Mikið úrval af fágætum vínilplötum í Kolaportinu við gluggavegg miðjan sjávarmeg...
Greinakurlari
Glussastýrður greinakurlari fyrir traktor, www.hardskafi.is Sími 896 5486...
Dyrasímar - Raflagnir
Dyrasímaþjónusta, geri við eldri kerfi og set upp ný, fljót og góð þjónusta Sí...
Bridgestone dekk
Bridgestone 4 sumardekk til sölu Notuð aðeins síðasta sumar. 16 tommu. 195/50 R ...