Ökumaðurinn með bundið fyrir augun

Lögreglan ráðleggur fólki að láta af því að aka blindandi.
Lögreglan ráðleggur fólki að láta af því að aka blindandi. AFP

Lögreglan í Layton í Utah-ríki hefur þurft að grípa til þess ráðs að biðja ökumenn að aka ekki með bundið fyrir augun. Ástæðan er sögð vera vinsældir svokallaðrar Bird box-áskorunar sem leiddi til áreksturs, segir í umfjöllun BBC.

Kvikmyndin Bird box með Söndru Bullock í aðalhlutverki hefur vakið mikla athygli á Netflix og notið mikilla vinsælda, en myndin snýr að því að Bullock reynir ásamt börnum sínum að forðast skelfilegan dauða með því að hafa bundið fyrir augun.

Ungmenni vestanhafs hafa tekið upp á því að gera ýmsa hluti með bundið fyrir augun undir formerkjum Bird box-áskorunar.

Akstur með bundið fyrir augun varð fyrir vali sautján ára unglings í Layton með tilheyrandi afleiðingum.

Vegna árekstursins greip lögreglan í Layton til Twitter til þess að minna á hættuna sem fylgir athæfinu. Netflix hefur einnig skorað á fólk að taka ekki þátt í áskorunum af þessu tagi.

mbl.is
FJÖLNOTAKERRUR _ STURTUKERRUR
Fjölnotakerrur, auðvelt er að koma bílum og vélum uppá, 4 til 6 metra langar. St...
Ljósmyndanámskeið fyrir byrjendur
Ljosmyndari.is býður upp á fjölmörg námskeið á árinu 2019. 2ja daga ljósmyndanám...
Útsala !!! Bækur.....
Til sölu bækur...Vestur íslenskar æviskrár..1-5.bindi..Hraunkotsætt... Lygn str...
Nudd Nudd Nudd
Relaxing Massage Down Town Reykjavik, S. 7660348, Alina...