Sex létust í umferðarslysi í Svíþjóð

AFP

Sex létust í umferðarslysi í norðurhluta Svíþjóðar í nótt þegar vörubíll og smárúta skullu saman í grennd við borgina Masugnsbyn.

Sænska ríkisútvarpið greinir frá því að sjö voru í rútunni og einn í vörubílnum. Hinir látnu voru farþegar í rútunni og voru þau erlendir ríkisborgarar á þrítugsaldri. Einn farþegi rútunnar var fluttur með þyrlu á spítala en ökumaður vörubílsins slapp ómeiddur.

Lögreglan rannsakar tildrög slyssins.

mbl.is