Tveir slökkviliðsmenn létust

Þrír slökkviliðsmenn eru á meðal þeirra sem slösuðust alvarlega.
Þrír slökkviliðsmenn eru á meðal þeirra sem slösuðust alvarlega. AFP

Tólf slösuðust alvarlega eftir að sprenging varð í bakaríi í miðborg Parísar, höfuðborgar Frakklands, í morgun. Talið er að sprengingin hafi orðið vegna gasleka í húsinu. Tveir slökkviliðsmenn létust að sögn yfirvalda.  

Þessi bifreið hafnaði á hliðinni í kjölfar sprengingarinnar.
Þessi bifreið hafnaði á hliðinni í kjölfar sprengingarinnar. AFP

Þrír slökkviliðsmenn voru á meðal þeirra sem slösuðust alvarlega að því er AFP-fréttastofan greindi frá í morgun, en nú í hádeginu var greint frá því að tveir þeirra hefðu látist af sárum sínum. Tuttugu og fjórir til víðbótar hlutu minni áverka að sögn Eric Moulin, varðstjóra hjá slökkviliði borgarinnar. 

Fjölmennt lið slökkviliðsmanna fór á vettvang í morgun, en sprengingin varð um kl. 9 að staðartíma (kl. 8 að íslenskum tíma). Þeir berjast nú við elda sem loga í húsinu sem stendur við Rue de Trévise í níunda hverfi borgarinnar. 

Gríðarlegar skemmdir urðu.
Gríðarlegar skemmdir urðu. AFP

Fólk hefur verið beðið um að halda sig fjarri á meðan unnið er að slökkvistarfi. 

Skemmdir hafa orðið á nálægum byggingum sem og bifreiðum. Mikið brak, glerbrot og annað lauslegt liggur út um allt, slíkur var krafturinn.

AFP

Christophe Castaner, innanríkisráðherra landsins, hefur farið á vettvang til að kynna sér aðstæður. Hann segir að slökkviliðsmenn hafi nú náð tökum á ástandinu. 

Fréttin hefur verið uppfærð eftir að greint var frá því að tveir slökkviliðsmenn hefðu beðið bana.

mbl.is
Rafstöðvar DEK 30 KW 400/230 50 HZ Deutz 50 kw
Rafstöðvar varafl , 30 kw og 50 kw ,útvegum allar stærðir.Verð frá 990þ +vsk Vi...
Fasteignir
Ertu að leita að fasteignasala ? Söluverðmat án skuldbindinga, vertu í samba...
Gefins rúm.
Ameríst rúm 152 x 203. Upplýsingar í síma 898 4207...
Hyundai Tuscon 2007 til sölu
Vel með farinn, bensín, beinsk.. ek. 211 þús. km. Einn eigandi, búið að skipta ...