Ók á og skildi konu og barn eftir í bílnum

Maðurinn flúði út úr bílnum og út í næsta skipaskurð, …
Maðurinn flúði út úr bílnum og út í næsta skipaskurð, en skildi bæði konu og barn eftir. Ljósmynd/Lögreglan í Derbyshire

Ökumaður, sem velti bíl sínum eftir að hafa reynt að flýja lögreglu, stökk út í skipaskurð í tilraun til að komast undan lögreglu en skildi bæði konu sína og 18 mánaða gamalt barn eftir í bílnum, að því er BBC greinir frá.

Atvikið átti sér stað í miðbæ Long Eaton í austuhluta Derbyshire-sýslu á Englandi. Maðurinn hafði upphaflega lent í árekstri við annan bíl og flúði í kjölfarið af slysstað. Hann missti svo stjórn á bílnum og ók á fimm bíla til viðbótar áður en hann velti bíl sínum er hann reyndi að komast undan lögreglu.

Lögregla í Derbyshire handtók manninn eftir sundið í skipaskurðinum. Farið var með hann, konuna og barnið á sjúkrahús til aðhlynningar, en meiðsli þeirra reyndust þó ekki vera alvarleg.

Bíllinn var á fölskum númeraplötum. Atburðurinn átti sér stað um tvöleytið í gærdag og biðlar lögregla nú til þeirra sem vitni urðu að árekstrunum að gefa sig fram.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert