Ríkisstjórnarmyndun aftur á byrjunarreit

Jonas Sjöstedt, formaður Vinstriflokksins, umkringdur blaðamönnum í morgun.
Jonas Sjöstedt, formaður Vinstriflokksins, umkringdur blaðamönnum í morgun. AFP

Þingmenn Vinstriflokksins munu ekki greiða atkvæði með því að Stefan Löfven, leiðtogi jafnaðarmanna, verði áfram forsætisráðherra á þingfundi á miðvikudag ef staðan verður óbreytt frá því sem nú er. Þetta kom fram í máli formanns Vinstriflokksins, Jonas Sjöstedt, á blaðamannafundi áðan. 

Líkt og fram kom á mbl.is í morgun hafa bæði Mið- og Frjálslyndi flokkurinn samþykkt að verja minnihlutastjórn Jafnaðarmannaflokksins og Græningja falli en til þess að fá meirihluta atkvæða í þinginu þarf stuðning Vinstriflokksins. 

Sjöstedt sagði á fundi með blaðamönnum að flokkurinn geti ekki greitt Löfven atkvæði á miðvikudag miðað við stöðu mála nú þar sem flokkurinn fái ekkert í sinn snúð fyrir að verja ríkisstjórnina falli. Stefnan sem Löfven boði sé of hægrisinnuð fyrir smekk flokksmanna. 

Frétt SVT af blaðamannafundinum

Stjöstedt segir að það komi þeim á óvart og um leið valdi það vonbrigðum hversu langt Löfven er tilbúinn að fara til hægri. Hann segir að Vinstriflokkurinn vilji Löfven áfram sem forsætisráðherra en nauðsynlegt sé fyrir flokkana tvo að fara í frekari viðræður varðandi útfærsluna. Næstu dagar verði nýttir til þess og hann efist ekki um að Löfven sé þeim sammála þar um.

mbl.is
KERRUR _ KERRUR _ KERRUR
Þessar sterku Þýsku frá ANSSEMS & HULCO, til afgreiðslu strax, sjá myndir m.a. í...
PL Crystal Line, heitustu úrin í Paris
Pierre Lannier Crystal Line dömuúrin með SWAROVSKI kristals skífu eru falleg jól...
110 fm sumarhús á Suðurlandi..
Sumarhús í Biskupstungum til sölu. Eru 2 hús, annað fullbúið og hitt með þrjú sé...
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 21000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...