Borgarstjórinn enn í lífshættu

Árásin átti sér stað fyrir framan hundruð manna á góðgerðarsamkomu …
Árásin átti sér stað fyrir framan hundruð manna á góðgerðarsamkomu í borginni. AFP

Borgarstjóri Gdansk, Pawel Adamowicz, gekkst undir fimm klukkustunda langa aðgerð í kjölfar stunguárásar á góðgerðarviðburði í borginni í gær og er enn í lífshættu. Þetta kemur fram á vef BBC.

Árásin átti sér stað þegar Adamowicz flutti ávarp á góðgerðarsamkomu í gærkvöld og árásarmaðurinn, 27 ára gamall maður á sakaskrá, hefur verið handtekinn. Sá ávarpaði samkomugesti meðan á árásinni stóð og sagðist hafa verið ranglega hnepptur í fangelsi af síðustu ríkisstjórn, sem studdi endurkjör Adamowicz.

Forsvarsmaður háskólasjúkrahússins í Gdans, Tomasz Stefaniak, segir borgarstjórann hafa hlotið alvarlega líffæraáverka í árásinni og þurfti hann 41 einingu af gjafablóði meðan á fimm klukkustunda langri aðgerð stóð.

„Ástand hans er mjög, mjög alvarlegt,“ segir Stefaniak, næstu klukkustundir ráði úrslitum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert