Brexit-atkvæðagreiðslan í beinni

AFP

Þingmenn í neðri deild breska þingsins greiða atkvæði um klukkan hálfátta um það hvort samþykkja eigi útgöngusamning Theresu May forsætisráðherra við Evrópusambandið, en til stendur að Bretar gangi úr sambandinu 29. mars.

Flest virðist benda til þess að samningurinn verði felldur með miklum mun. Hvað gerist í kjölfarið er óvíst en jafnvel talið að sú niðurstaða kunni að verða til þess að May segi af sér í kjölfarið. Einnig að til nýrra þingkosninga gæti komið.

Hér fyrir neðan má fylgjast með atkvæðagreiðslunni í beinni:

mbl.is